Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Lands­rétt­ar sem hafnaði í síðasta mánuði kröfu Isa­via um að fella úr gildi dóm um að málinu skyldi vísað frá Hæstarétti og til vara að heimild ALC til að taka kyrrsetta Airbus þotu WOW air til baka og afhenda sér. Dóm Hæstaréttar má lesa hér í heild.

Hæstirettur tók í sama streng og undirréttur um að Isavia hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af þvi að reyna að fá niðurstöðunni hnekkt.

Frá falli WOW air stóð ALC í stappi við Isavia sem krafðist greiðslu heildarskulda WOW air gagnvart Isavia en ALC stóð í þeirri trú að nóg sé að greiða skuldir er viðkoma þotunni sjálfri til þess að losa hana.

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í júlí að ALC væri heimilt að sækja far­þega­þotuna og var hún flutt af landi brott þann 19. júlí.

Var Isa­via gert að greiða ALC 500 þúsund krón­ur í kæru­máls­kostnað í dag.