Hæsti­réttur í Penn­syl­vaníu sneri í dag við dómi frá árinu 2018 þar sem leikarinn Bill Cos­by var dæmdur til tíu ára fangelsis fyrir að nauðga konu og byrla henni ó­lyfjan.

Í niður­stöðu dóm­stólsins sagði að sam­komu­lag sem Cos­by hefði gert við fyrr­verandi sak­sóknara gerði það að verkum að ekki væri hægt að dæma hann í fangelsi. Hann hefur af­plánað meira en tvö ár í fangelsi í Fíla­delfíu.

Í frétt AP um málið segir að dóm­stóllinn hafi gert at­huga­semdir við það að dómarinn í málinu hafi að­eins leyft einni konu að tala við fyrstu réttar­höldin, en þá komst kvið­dómurinn ekki að neinni niður­stöðu. Í næstu réttar­höldum leyfði hann fimm konum að tjá sig og taldi dómarinn við hæsta­rétt í Penn­syl­vaníu að það hafi skaðað réttar­höldin.

Cos­by hefur áður sagt að hann muni af­plána öll tíu árin í stað þess að viður­kenna iðrun yfir á­rásinni sem átti sér stað árið 2004. Cos­by var á­kærður árið 2015 þegar ríkis­sak­sóknari hand­tók hann um tólf dögum áður en málið hefði fyrnst. Cos­by var sá fyrsti sem var á­kærður í fyrstu #met­oo bylgjunni.

Frétt AP er hér.