Hæsti­réttur Banda­ríkjanna úr­skurðaði í dag að Brandi Levy hafi rang­lega verið rekin úr klapp­stýru­liði mennta­skóla síns eftir hún birti dóna­lega mynd á Snapchat þegar hún var fjór­tán ára gömul.

Átta af níu dómurum hæsta­réttarins kusu í vil Levy sem var á fyrsta ári í Mahanoy Area mennta­skólanum í Penn­syl­vaníu þegar hún birt mynd af sér og vin­konu sinni á Snapchat þar sem þær gáfu fingurinn og sögðu skólanum, hafna­bol­taliðinu og klapp­stýru­liðinu að fara til fjandans.

Skóla­yfir­völd á­kváðu að reka Levy úr klapp­stýru­liðinu þrátt fyrir að hún hafi ekki verið utan skóla þegar at­vikið átti sér stað og kærðu for­eldrar hennar málið til fylkis­yfir­valda í Penn­syl­vaníu sem sneru við á­kvörðun skólans.

Í á­lyktun dómarans Stephen Breyer segir að brott­reksturinn hafi brotið gegn stjórnar­skrár­bundnum réttindum Levy til tjáningar­frelsis. Úr­skurðurinn bannar þó ekki skóla­yfir­völdum í Banda­ríkjunum frá því að refsa nem­endum fyrir hluti sem þeir segja utan skóla.

Levy er núna á­tján ára gömul og lauk ný­lega fyrsta ári sínu í há­skóla.