Hæstiréttur Bandaríkjanna, æðsti dómstóll landsins, hafnaði í gær kröfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, um að ógilda milljónir atkvæða fjögurra lykilríkja í forsetakosningunum. Greint er frá þessu á vef CNN.

Joe Biden, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sigraði í öllum fjórum ríkjum sem um ræðir: Penn­sylvan­íu, Michigan, Georgíu, og Wiscons­in. Hann vann alls 306 atkvæði kjörmanna og mun kjörmannaráðið koma saman næstkomandi mánudag til að staðfesta kjör Bidens. Þann 20. janúar mun hann sverja sinn embættiseið.

Þetta er mikill skellur fyrir fráfarandi forsetann Trump, sem hefur frá því að atkvæðin voru talin, haldið því fram að Demókratar væru að stunda kosningasvindl. Hann hefur þó ekki fært fram sannanir til að styðja mál sitt.

Trump lýsti yfir vonbrigðum með að hæstaréttardómararnir féllust ekki á að ógilda úrslitin. Meðal dómaranna er hin nýskipaða Amy Coney Barrett, sem tók sæti Ruth Bader Ginsberg sem lést í september. Barrett var þriðji dómarinn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði í Hæstarétt og tilheyrir nú sex dómarar af níu í Hæstarétt íhaldssamari armi réttarins. H