Hæsti­réttur Banda­ríkjanna sneri rétt í þessu við dómnum Roe v Wade frá 1973, einum sögu­frægasta dómi banda­rískrar réttar­sögu, og endaði þar með tæp­lega fimm­tíu ára dóma­for­dæmi sem heimilaði þungunar­rof.

Frum­drögum á á­liti hæsta­réttar­dómarans Samuel Alito var lekið til fjöl­miðla í byrjun maí en í þeim gefur Alito til kynna að hæsti­réttur hafi rang­lega á­lyktað í Roe v Wade á sínum tíma í ljósi þess að hvergi er minnst á þungunar­rof í stjórnar­skrá Banda­ríkjanna.

Niður­staða hæsta­réttar frá því í dag er for­dæma­laus við­snúningur sem mun vafa­laust hafa víð­tækar af­leiðingar fyrir rétt kvenna til þungunar­rofs um gjör­völl Banda­ríkin. Minnst 22 fylki Banda­ríkjanna hafa sett svo­kölluð „trig­ger“ lög í gildi sem banna nær al­farið þungunar­rof og virkjast um leið og við­snúningurinn á Roe v Wade tekur gildi í al­ríkis­lögum. Þá eru fjögur fylki til við­bótar talin mjög lík­leg til að setja sam­bæri­leg lög.

Roe v Wade var dóms­mál sem höfðað af tveimur ungum lög­fræðingum árið 1973 í nafni hinnar 21 árs gömlu Normu McCorvey, sem þá bar sitt þriðja barn undir belti, gegn Henry Wade, sak­sóknara í Texas.

McCor­vey gekk undir dul­nefninu Jane Roe í öllum máls­skjölum og dæmdi hæsti­réttur Banda­ríkjanna henni í vil sem heimilaði þungunar­rof í Banda­ríkin fyrstu þrjá mánuði með­göngu með al­ríkis­lögum.

Bein af­leiðing valda­tíðar Trumps

Á­lyktun hæsta­réttar er talin vera bein af­leiðing af ára­tuga­langri bar­áttu kristinna í­halds­afla í Banda­ríkjunum gegn þungunar­rofi sem styrktist í sessi eftir að fyrrum Banda­ríkja­for­setinn Donald Trump skipaði þrjá nýja hæsta­réttar­dómara úr í­haldsarmi banda­rískra stjór­mála.

Búist er við að á­lyktunin geri það að verkum að um helmingur fylkja í Banda­ríkjunum banni þungunar­rof að hluta eða öllu leyti.

Í á­liti sínu skrifaði hæsta­réttar­dómarinn Samuel Alito að mál Roe og málið Planne­d Parent­hood v Cas­ey frá 1992 sem stað­festi stjórnar­skrár­bundinn rétt fólks til þungunar­rofs hefði verið rang­lega dæmd og því bæri að snúa þeim við.

„Við á­lyktum að Roe og Cas­ey skuli snúa við. Stjórnar­skráin minnist hvergi á þungunar­rof og enginn slíkur réttur er skil­yrðis­laust verndaður af neinu stjórnar­skrár­bundnu skil­yrði,“ skrifaði Alito.

Úr­skurðurinn hefur þegar mætt mikilli and­stöðu en sam­kvæmt skoðana­könnunum styður meiri­hluti Banda­ríkja­manna það að við­halda Roe v Wade.

Allir sex í­halds­dómarar hæsta­réttar kusu með niður­fellingunni en hinir þrír dómararnir sem eru á frjáls­lyndari væng stjórn­málanna kusu gegn henni.

„Með harmi – fyrir þessum dómi, en mest þó fyrir þeim milljónum banda­rískra kvenna sem misstu í dag grund­vallar stjórnar­skrár­bundin réttindi – and­mælum við þessari á­lyktun,“ skrifuðu dómararnir Stephen Breyer, Sonia So­toma­yor og Elena Kagan í sér­at­kvæði.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Með harmi – fyrir þessum dómi, en mest þó fyrir þeim milljónum banda­rískra kvenna sem misstu í dag grund­vallar stjórnar­skrár­bundin réttindi – and­mælum við þessari á­lyktun.