Hæsti­réttur Banda­ríkjanna úr­skurðaði í gær að ríkis­stjórn Donald Trumps Banda­ríkja­for­seta hefði leyfi til að fram­fylgja stefnu sem tak­markar fjölda þeirra sem gætu sótt um hæli í Banda­ríkjunum. Þetta­kemur fram í frétt Guar­dian um málið.

Stefnan sem um ræðir var kynnt í júlí á þessu ári en sam­kvæmt henni yrði flótta­fólki neitað um hæli í Banda­ríkjunum ef það ferðaðist í gegnum annað ríki á leið sinni til Banda­ríkjanna og ekki sótt fyrst um hæli þar. Stefnan hefur þannig á­hrif á nærri alla inn­flytj­endur sem koma að landa­mærum Banda­ríkjanna við Mexíkó.

Stefna ríkisstjórnar Trumps hefur hlotið mikla gagnrýni.
Fréttablaðið/AFP

Stefnan talin brjóta lög

Niður­staða hæsta­réttsins ó­gildir þannig úr­skurð undi­r­éttsins sem bannaði stefnuna í á­kveðnum ríkjum ná­lægt landa­mærunum. And­stæðingar stefnunnar segja að hún brjóti í bága við bæði banda­rísk og al­þjóð­leg lög.

Hæsta­réttar­dómararnir Ruth Bader Gins­burg og Sonia So­toma­yor gagn­rýna báðar þessa á­kvörðun. „Enn og aftur hefur fram­kvæmda­valdið kveðið úr­skurð sem leitast eftir að um­turna lang­varandi starfs­háttum hvað flótta­fólk sem leita hælis frá of­sóknum varðar,“ skrifar So­toma­yor í til­kynningu.