„Við höfum mjög miklar áhyggjur af dýrtíð sem nú er í uppsiglingu, því hækkun olíuverðs er svo stórt atriði í í lífskjörum fólks einkum þeirra sem þurfa að þarf að sækja sér vinnju fjær vegna hærri húsnæðiskostnaðs,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.

Verð á oíu og bensíni hefur hækkað umtalsvert á heimsmarkaði að undanförnu og endurspeglast það í verðlaginu hér.

„Það hefur verið búin til mismunur milli fólks í kjörum og ákveðin stéttaskipting. Þeir sem hafa keypt Teslurnar og hafa fengið gríðarlegar ívilnanir til þess þeir eru hins vegar að græða á því núna,“ segir Drífa um áhrif hækkananna á kjör fólks.

,,Það er alveg ljóst að heimurinn mun menga meira núna eftir að allt er farið af stað eftir Covid“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

„Olíuverð hækkar dag frá degi og tonnið að bensín er komið upp í 980 dollara og hefur ekki verið svo hátt síðan 2014. Mér finnst alveg koma til greina að stjórnvöld grípi tímabundið inn í þetta og lækki opinber gjöld á olíu,“ segir Runólfur og bendir á að hækkun á olíuverði ýti vísitölunni upp. „Það hefur áhrif á þá sem minnst hafa umleikis.“

Drífa segir það vera á ábyrgð stjórnvalda að sjá svo til að breytingar á efnahagskerfi heimsins verði ekki til þess að rýra kjör þeirra sem minnst hafi.

„Þannig verði sá hagnaður sem við njótum af hækkun hrávöruverðs, til dæmis álsins, loðnunnar verði skilað til almennings, til dæmis með því að endurreisa vaxtabótakerfið eða lækka álögur á nauðsynjavörur“ segir forseti ASÍ.

Aukin eftirpurn eftir olíu hafa tvenns konar áhrif, annars vegar hækkar hún olíuverð og þar með vöruverð því stór hluti framleiðslu á vöru og þjónustu í heiminum er drifin áfram af orku sem framleidd er með jarðefnaeldneyti. Hins vegar eykur vaxandi olíunotkun á CO2 sem er að verða eitt stærsta vandamál heimsins í dag vegna loftslagsvandans.

,,Það er sorglegt að það skuli vera svona mikil eftirspurn eftir þessu ,,skítuga eldsneyti“ eins og farið er að kalla kol og olíu, svokölluð jarðefnaeldneyti sem eru að valda loftslagsbreytingum um alla jörð,“segir Runólfur. Það stefni því í að opna þurfí að nýju kolaorkuver sem búið hafi verið að loka í Kína vegna loftslagsáhrifa.

„Nú þegar kínverska efnahagsvélin er farin í gang á ný og það þýðir það gríðarlega eftirspurn eftir orku sem þýðir að olíuverð rýkur upp,“ segir framkvæmdastjóri FÍB.