Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita tæpum 5,8 milljónum króna í viðbótargreiðslur til umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að undanfarin ár hafi umsækjendur um alþjóðlega vernd fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur.

„Viðbótargreiðslurnar nema 10 þúsund krónum fyrir fullorðinn einstakling og 5 þúsund krónum fyrir barn. Um miðjan desember voru 667 umsækjendur um alþjóðlega vernd í þjónustu Útlendingastofnunar, þar af 182 börn,“ segir í tilkynningunni.