Hinn 23 ára gaml­i Sýr­lend­ing­ur Mu­hamm­ad Mahm­o­ud Mask­o, sem sótt­i um hæli á Ís­land­i en var vísað til Grikklands, tók eigið líf í Belgíu eftir að hafa einnig fengið synjun um vernd þar. Hann hafð­i sótt um hæli í Holl­and­i, Frakk­land­i, Bret­land­i, Ís­land­i og nú síð­ast í Belg­í­u en var synj­að í öll­um lönd­un­um. Frá þess­u er greint á Fac­e­bo­ok-síðu Ref­u­ge­es in Icel­and.

Mask­o kom til Ís­lands frá Grikk­land­i en var send­ur aft­ur þang­að þar sem um­sókn hans um hæli var synj­að hér á land­i. Frá Grikk­land­i fór hann til Belg­í­u og sótt­i um hæli þar en var synj­að.

Seg­­ir að­­stæð­­ur flótt­­a­­fólks í Grikk­l­and­­i ekki ör­­ugg­­ar

Magn­ús Dav­íð Norð­dahl, mann­rétt­ind­a­lög­mað­ur og odd­vit­i Pír­at­a í Norð­vest­ur­kjör­dæm­i, deil­ir færsl­unn­i á Fac­e­bo­ok-síðu sinn­i og seg­ir hana vekj­a hjá sér „sorg og reið­i.“ Mask­o hafi vilj­að vera á Ís­land­i og taka þátt í ís­lensk­u sam­fé­lag­i.

„Þess í stað hef­ur hann nú fall­ið fyr­ir eig­in hend­i í kjöl­fjar í­trek­aðr­a synj­an­a um vernd víðs veg­ar um Evróp­u, þar með tal­ið á Ís­land­i“, skrif­ar Magn­ús Dav­íð. Ís­lensk stjórn­völd hafi vís­að hon­um aft­ur til Grikk­lands þar sem þau telj­i að­stæð­ur þar ör­ugg­ar.

„Það vita all­ir sem eitt­hvað hafa kynnt sér að­stæð­ur þar í land­i fyr­ir flótt­a­fólk að þær eru eins langt frá því að vera ör­ugg­ar og hugs­ast get­ur. Það stað­fest­ir fjöld­inn all­ur af al­þjóð­leg­um skýrsl­um“, skrif­ar hann enn frem­ur.

„Að brott­vís­a hæl­is­leit­end­um til Grikk­lands er rangt og verð­ur nú­ver­and­i stjórn­völd­um til æv­ar­and­i skamm­ar“, skrif­ar hann að lok­um.

Glím­ir þú við sjálfs­vígs­hugs­an­ir?

Hjálp­ar­sím­i Rauð­a kross­ins 1717 er op­inn all­an sól­ar­hring­inn og hjá Pi­et­a sam­tök­un­um er opið alla virk­a daga frá 9 til 16 en svar­að er í Pi­et­a-sím­ann 552 2218 all­an sól­ar­hring­inn.