Haraldur Johannes­sen gerði nýtt launa­sam­komu­lag við yfir- og að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóna í ágúst á síðasta ári. Kostnaðurinn fyrir ríkis­sjóð vegna sam­komu­lagsins verður 360 milljónir. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra við fyrir­spurn Ólafs Ís­leifs­sonar þing­manns Mið­flokksins. Ólafur gagn­rýnir að Haraldur hafi haft slíkar vald­heimildir en sam­komu­lagið nær til tveggja yfir­lög­reglu­þjóna og sjö að­stoðar­lög­reglu­þjóna. Þá segir að einn yfir­lög­reglu­þjónn og einn að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn verði á­fram með ó­breytt föst mánaðar­laun fyrir dag­vinnu.

Ólafur Ís­leifs­son segir í sam­tali við Ríkis­út­varpið að til­efni fyrir­spurnarinnar hafi verið á­huga­leysi ráð­herra í ríkis­stjórninni sem hafi engar at­huga­semdir gert né sett fyrir­vara við sam­komu­lagið.

„Þetta eru engar smá­ræðis upp­hæðir,“ segir Ólafur í sam­tali við RÚV um samningana sem voru harð­lega gagn­rýndir af for­manni Lög­reglu­fé­lagsins. Þá benti Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra á að með hinu nýja fyrir­komu­lagi yrðu yf­ir­lög­­reglu­þjón­ar og að­stoðar­yf­ir­lög­­reglu­þjón­ar með hærri laun en sjö af níu lög­­reglu­­stjór­um lands­ins.

Í fyrir­spurn Ólafs Ís­leifs­sonar er óskað eftir að vita hver meðal­tals­hækkun fastra mánaðar­launa um­ræddra starfs­manna sé í krónum talið. Í svari Bjarna Bene­dikts­sonar segir „að meðal­tal fastra mánaðar­launa fyrir dag­vinnu yfir­lög­reglu­þjóna og að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóna hjá ríkis­lög­reglu­stjóra fór úr um 672 þús. kr. í um 986 þús. kr. vegna sam­komu­lags ríkis­lög­reglu­stjóra. Meðal­tals­hækkun fastra mánaðar­launa fyrir dag­vinnu um­ræddra starfs­manna í krónum talið var því um 314 þús. kr. og hlut­falls­leg hækkun nam um 48%.“

Áður hefur Fréttablaðið greint frá því að Haraldur verður á fullum launum til ársins 2022. Ekki er gerð krafa um fasta við­veru Haraldar. Starfs­loka­samningurinn kostar ríkis­sjóð 56,7 milljónir króna. Haraldur tók síðan að sér sér­­s­taka ráð­­gjöf fyrir dóms­­mála­ráð­herra á sviði lög­­gæslu­­mála og gegnir því fyrstu þrjá mánuði þessa árs en um er að ræða verk­efni sem lúta að fram­­tíðar­­skipu­lagi lög­­gæslunnar.