Mat­væla­ráðu­neytið til­kynnti í vikunni að á grund­velli til­lagna sprett­hóps um stuðning við mat­væla­fram­leiðslu myndi það greiða sam­tals 450 milljónir króna til bú­greina sem ekki njóta fram­leiðslu­stuðnings sam­kvæmt bú­vöru­samningum vegna kostnaðar­hækkana við fóðuröflun.

Hér er um að ræða verk­smiðju­fram­leiðslu á svína- og ali­fugla­kjöti og eggjum. 225 milljónir renna til svína­kjöts­fram­leiðslu, 160 milljónir til fram­leið­enda ali­fugla­kjöts og 65 milljónir til eggja­fram­leið­enda.

Þessir sömu fram­leið­endur hafa nú í kringum ára­mótin til­kynnt hækkanir á heild­sölu­verði á bilinu 3,4 til 8 prósent sam­kvæmt gögnum sem Frétta­blaðið hefur undir höndum.

Í gær óskuðu VR, Lands­sam­band ís­lenzkra verzlunar­manna, Raf­iðnaðar­sam­bandið og Fé­lag at­vinnu­rek­enda saman eftir fundi með Svan­dísi Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra til að ræða lækkun og niður­fellingu tolla í þágu neyt­enda.

Sér­stak­lega er bent á að ræða þurfi fram­kvæmd á út­boðum tolla­kvóta út frá hags­munum neyt­enda.