Erlent

Hækka laun verk­smiðju­starfs­fólks í Bangla­dess

Tilkynnt var í dag að laun starfsfólks fataverksmiðja í Bangladess yrðu hækkuð. Starfsfólk hefur mótmælt í rúma viku.

Mótmælin voru ofbeldisfull. Að minnsta kosti tuttugu særðust í dag. Fréttablaðið/AFP

Verk­smiðju­eig­endur í Bangla­dess hafa sam­þykkt að hækka laun starfs­manna í kjöl­far mikilla mót­mæla. Iðnaðar­ráð­herra Bangla­dess til­kynnti um hækkunina fyrr í dag og hvatti um leið fólk til að snúa aftur til vinnu eftir viku­löng mót­mæli. 

Að minnsta kosti einn lést í mót­mælunum auk þess sem tugir særðust. Að minnsta kosti 20 særðust fyrr í dag. Fólk krafðist hærri launa sem leiddi til þess að ríkis­stjórnin myndaði starfs­hóp verk­smiðju­eig­enda, leið­toga verka­lýðs­fé­laga og ríkis­stjórnar til að fara yfir kröfur fólksins. 

Allir í hópnum hafa sam­þykkt að hækka laun í sex af sjö launa­flokkum en að skilja lág­marks­laun eftir ó­breytt. Þau eru um 8 þúsund taka sem eru rúm­lega 11 þúsund ís­lenskra krónur. Launa­hækkunin er aftur­virk frá desember á síðasta ári en launin verða leið­rétt núna í janúar. 

Lág­launa­stefna og við­skipta­samningar við vest­ræn ríki hafa leitt til þess að um 80 prósent af út­flutningi Bangla­dess er fatnaður og hefur gert ríkið að öðrum stærsta út­flutnings­aðila fatnaðar í heiminum á eftir Kín­verjum. 

Greint er frá á vef Reu­ters.

Mikill fjöldi hefur mótmælt í heila viku. Fréttablaðið/AFP

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Öldungar­deildar­þing­maðurinn Kamala Har­ris til­kynnir for­seta­fram­boð

Erlent

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Erlent

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Auglýsing

Nýjast

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

Auglýsing