Lagt er til að tímakaup nemenda í vinnuskóla Reykjavíkur hækki um sjö prósent á komandi sumri. Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækki þannig úr 664 krónum í 711 krónur, nemendur í 9. bekk fara í 947 krónur á tímann og nemendur í 10. bekk fá 1.184 krónur á tímann.

Umhverfis- og heilbrigðisráð borgarinnar samþykkti hækkunina og vísaði henni til borgarráðs. Hækkunin rúmast reyndar ekki á fjárhagsáætlun og þarf að sækja um auka 60 milljónir. Alls eru 2.300 börn skráð í vinnuskólann í sumar en erfitt er að spá fyrir um endanlegan fjölda.