Í dag er útlit fyrir austlæga átt, 5-10 m/s og él, en að það verði þurrt á Norðurlandi. Það snýst svo í norðaustan 5-13 m/s með morgninum með snjókomu eða éljum, fyrst austast, en þá styttir upp sunnan- og vestantil.

Frost verður 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við sjávarsíðuna.

Á morgun verður fremur hæg austlæg átt en norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum. Það verður skýjað um norðanvert landið og dálítil él, einkum við ströndina, en bjartviðri syðra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, annars hægari norðlæg átt. Él um norðanvert landið, einkum við ströndina, en bjartviðri syðra. Frost víða 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:

Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum en hægari austlæg átt annars staðar. Stöku él, en þurrt og bjart vestanlands. Frost víða 3 til 8 stig.

Á föstudag:

Norðlæg átt 5-13 m/s og dálítil él, en léttskýjað um sunnanvert landið. Frost um land allt.

Á laugardag:

Hæg norðlæg átt, skýjað og lítils háttar él, en bjartviðri sunnantil á landinu. Kalt í veðri.

Á sunnudag:

Hæg austlæg átt, skýjað af háskýjum og þurrt, en dálítil snjókoma á austast. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðlæga átt og stöku él norðanlands, annars þurrt. Frost um land allt.

Færð og ástand vega

Yfirlit:

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og éljagangur eða snjókoma á Suður- og Suðvesturlandi.

Suðvesturland:

Snjóþekja og éljagangur á öllum leiðum en þæfingur er á Mosfellsheiði og Krýsuvíkurvegi.

Austurland:

Vegurinn um Vattarnesskriður er ófær vegna grjóthruns.