Sól­in held­ur á­fram að skín­a á lands­menn í dag líkt og síð­ust­u daga og spáð er að veðr­ið taki litl­um breyt­ing­um næst­u daga.

Út­lit er fyr­ir norð­læg­a eða breyt­i­leg­a átt 3 til 10 metr­a á sek­únd­u yfir dag­inn. Yfir­leitt bjart veð­ur vest­an­lands, en skýj­að ann­ars stað­ar og lík­ur á élj­um.

Víð­átt­u­mik­il hæð er enn þá yfir Græn­land­i og ligg­ur því kald­ur loft­mass­i af norð­læg­um upp­run­a yfir land­in­u. „Í­bú­ar sunn­an heið­a geta þó reynt að láta fara vel um sig í sól­skin­i og skjól­i und­ir vegg,“ seg­ir veð­ur­fræð­ing­ur Veð­ur­stof­unn­ar í hug­leið­ing­um dags­ins.

Slydduéljar á höfuðborgarsvæðinu

Taka ber fram að í kvöld og fram á nótt er mög­u­leik­i á slydd­u­élj­um eða élj­um á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u og Reykj­a­nes­skag­a.

Um helg­in­a er gert ráð fyr­ir norð­aust­an­átt, víða á bil­in­u víða 5 til 10 metr­ar á sek­únd­u. Það létt­ir til sunn­an­lands og verð­ur því yf­ir­leitt létt­skýj­að um land­ið sunn­an- og vest­an­vert. Norð­aust­an­til verð­a él á­fram við­loð­and­i.

Hit­inn í dag og á morg­un á bil­in­u 0 til 8 stig yfir dag­inn, mild­ast á Suð­vest­ur­land­i. Horf­ur eru á næt­ur­frost­i um allt land.