Á morgun verður opnað fyrir um­sóknir um bætur vegna skerts starfs­hlut­falls. Hægt verður að sækja um raf­rænt á heima­síðu Vinnu­mála­stofnunar og þurfa at­vinnu­rek­endur líka að stað­festa að störf hafi verið skert.

Ríkis­út­varpið hefur eftir Unni Sverris­dóttur, for­stjóra Vinnu­mála­stofnunar, að hún búist við því að það verði mikill fjöldi sem muni sækja um.

„Ég held að við getum alveg gert ráð fyrir að minnsta kosti tíu þúsund og alveg upp í tuttugu þúsund,“ segir Unnur. Við fyrstu sýn virðist mjög margir fara niður í 25 prósent starf.

Hún telur það geta stafað af því að sum fyrir­tæki hafi þegar orðið fyrir stóru höggi. Þau verði að draga eins mikið úr launa­kostnaði og þau geti. Hugsan­lega sé myndin önnur hjá fyrir­tækjum sem sjá fram á ein­hvern rekstur.

Of snemmt sé að segja til um hversu mikið at­vinnu­leysi verður. Það sé hugsan­lega raun­hæft að spá fyrir um það í á morgun, í lok dags.