Í dag klukkan 15 hófst utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðsla fyrir þau sem smituð eru eða eru í sótt­kví vegna Co­vid. At­kvæða­greiðslan fer fram í Skarfa­görðum 8 í 104 Reykja­vík þar sem búið er að setja upp sér­staka að­stöðu sem hægt er að keyra í gegnum til að sýna at­kvæði sitt og kjósa.

Opið verður alla vikuna frá klukkan 15 til 20 og svo á kjör­dag verður opið 10 til 17.

Á vef sýslu­manns er að finna leið­beiningar fyrir at­kvæða­greiðsluna en þar segir að kjósandi mæti til at­kvæða­greiðslunnar í bif­reið, hann skuli vera einn í bif­reiðinni og að honum sé ó­heimilt að opna hurðir eða rúður bif­reiðarinnar.

Kjósandi fær ekki kjör­gögn í hendur heldur upp­lýsir hann kjör­stjóra um hvernig hann vill greiða at­kvæði, til dæmis, með því að sýna blað með lista­bók­staf fram­boðs eða á annan hátt sem kjör­stjóri telur öruggan og nægi­lega skýran.

Sig­ríður Kristins­dóttir, sýslu­maður, segir að það sé mikil­vægt að mæta til­búinn á kjör­staðinn.

„Fólk þarf að vera með skil­ríkin, miða og vera búin að á­kveða hvað það ætlar að kjósa. Það þarf að skrifa bók­stafinn á miða og sýna kjör­stjóranum,“ segir Sig­ríður.

Það þarf ekki að panta tíma til að kjósa í Skarfa­görðu, eða fram­vísa vott­orði.

Fólk kemur á bíl og ekur í gegnum kjörstaðinn. Á meðan það kýs er dregið fyrir.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hægt að kjósa á dvalarstað á kjördag

Fyrir þau sem ekki geta yfir­gefið heimili sitt vegna veikinda er hægt að sækja um að greiða at­kvæði á dvalar­stað sínum á kjör­dag.

Á vef sýslu­manns segir að til að gera það verði að sýna fram á stað­festingu sótt­varnar­yfir­valda á að kjósandi sé í ein­angrun eða sótt­kví fram yfir kjör­dag. Vott­orð þess efnis má nálgast á Heilsu­veru.

Kjósandi sem er í sótt­kví þarf að auki að til­greina á­stæður þess að hann kemst ekki á sér­stakan kjör­stað. Þessi krafa er ekki gerð til kjós­enda sem verða í ein­angrun á kjör­dag.

Hver og einn kjósandi á sama dvalar­stað þarf að leggja inn beiðni um heima­kosningu. Ekki er nægjan­legt að leggja inn eina beiðni fyrir alla kjós­endur á sama dvalar­stað.

Beiðni um at­kvæða­greiðslu á dvalar­stað þarf að berast sýslu­manni í tæka tíð:
- Fyrir kl. 10:00 á kjör­dag, laugar­daginn 25. septem­ber, sé dvalar­staður í kjör­dæmi kjósanda
- Fyrir kl. 10:00 fimmtu­daginn 23. septem­ber, sé dvalar­staður utan kjör­dæmis kjósanda.

Synja má kjósanda um að greiða at­kvæði á dvalar­stað telji sótt­varnar­yfir­völd að at­kvæða­greiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjör­stjóra eða annarra í hættu. Sú á­kvörðun er endan­leg.

Nánar er hægt að kynna sér co­vid-kosningarnar hér.

Kjörstaðurinn er opinn alla daga til klukkan 20.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari