Í dag hófst utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðsla í Smára­lind og Kringlunni fyrir al­þingis­kosningar sem fara fram þann 25. septem­ber næst­komandi. At­kvæða­greiðslan fer fram á 3. hæð, bíó­gangi, í Kringlunni og á 1. hæð í Smára­lind alla daga frá klukkan 10 til 22.

Á kjör­dag, þann 25. septem­ber, verður að­eins opið í Smára­lind. Frá þessu er greint í aug­lýsingu frá Sýslu­manninum á höfuð­borgar­svæðinu. Nánar hér.

Utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðsla hófst form­lega þann 13. ágúst á skrif­stofum sýslu­mann.

Fram­boðs­frestur til al­þingis­kosninganna rennur ekki út fyrr en 10. septem­ber og fyrir þann tíma liggur ekki fyrir hvaða sam­tök bjóða fram í kosningunum. Í til­kynningu frá dóms­mála­ráðu­neytinu kemur fram að vegna þessa liggi ekki upp­lýsingar um fram­boðs­lista og lista­bók­stafi, á þeim stöðum þar sem kosning utan kjör­fundar fer fram.

At­kvæða­greiðsla hefur farið vel af stað að sögn sýslu­manns.

„Það er búið að vera meira heldur en í for­­seta­­kosningunum í fyrra,“ segir hún. „Að­­sóknin hefur verið að aukast síðustu ár, og svo er náttúr­­lega þetta Co­vid-á­­stand. Fólk hefur á­hyggjur af því að lenda í sótt­kví eða ein­angrun ef það smitast fyrir kjör­­dag og vilja margir vera búnir að kjósa fyrir kjör­­dag,“ sagði Sig­ríður Kristins­dóttir, sýslu­­maðurinn á höfuð­­borgar­­svæðinu, fyrir helgi.