Giorgia Meloni verður að öllum líkindum næsti for­sætis­ráð­herra Ítalíu eftir þing­kosningarnar þar í landi í gær. Út­göngu­spár í morgun gerðu ráð fyrir að flokkur hennar, Bræðra­lag Ítalíu, hafi fengið 26 prósent at­kvæða í kosningunum.

Bræðra­lag Ítalíu er þjóð­ernis­sinnaður stjórn­mála­flokkur og virðist fátt geta komið í veg fyrir að við stjórninni taki hægri­sinnaðasta ríkis­stjórn Ítalíu frá lokum síðari heims­styrj­aldarinnar. Meloni yrði þar að auki fyrsta konan til að gegna starfi for­sætis­ráð­herra en með Bræðra­lagi Ítalíu í stjórn yrðu flokkar Matteo Salvini og Sil­vio Berlu­sconi.

Bræðra­lag Ítalíu hefur verið á mikilli siglingu á undan­förnum árum en til saman­burðar fékk flokkurinn að­eins fjögur prósent at­kvæða í kosningunum 2018.

Meloni sagði við ítalska fjöl­miðla í morgun að kjós­endur hefðu talað skýrt í þessum kosningum og vilji al­mennings væri að nú tæki við öflug hægri stjórn.