Gera má ráð fyrir fremur hægri suðvestanátt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu. Að mestu skýjað um vestanvert landið með skúrum, einkum fyrri hluta dags, en víða bjartviðri austantil. Úrkomulítið í kvöld, hiti 8 til 16 stig, þar af hlýjast á Austurlandi.

Hægt vaxandi suðvestanátt á morgun, 8-15 metrar á sekúndu síðdegis og hlýnar heldur. Dálítil væta vestantil á landinu en léttskýjað eystra, segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Útlit fyrir milda vestlæga átt á miðvikudag með súld á köflum, en þurrt á austanverðu landinu.

Hvessir þegar líður á vikuna og er spáð 13 til 20 metrum á sekúndu á föstudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Vestan 5-13 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hiti 8 til 15 stig, en að 20 stigum SA-lands. Norðlægari síðdegis, rofar víða til og kólnar.

Á fimmtudag:
Norðaustan 10-15 og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á V-landi. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast SV-til.

Á föstudag:
Norðan 13-20 m/s, hvassast austast. Slydda, og jafnvel snjókoma um landið NA-vert, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Minnkandi norðanátt. Skýjað en úrkomulítið um landið N-vert og hiti 1 til 6 stig, en léttskýjað S-lands með hita að 14 stigum.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast V-lands.