Í dag er útlit fyrir austlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s. Það verður skýjað og smá skúrir, en síðdegis verða talsverðar skúrir sums staðar inn til landsins. Hitinn verður yfirleitt á bilinu 12 til 18 stig.

Á morgun verður suðlægari vindur og síðdegis verða 8-13 m/s við suðausturströndina. Það verða víða skúrir, en hiti breytist lítið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Sunnan og suðvestan 3-8 m/s, skýjað og rigning eða súld á S- og V-landi síðdegis. Hiti 12 til 17 stig.

Á mánudag:
Sunnanátt og rigning með köflum, einkum vestanlands, en þurrt asustantil á landinu. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austan eða suðaustanátt og dálítil væta S-lands, en skýjað með köflum N-til á landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir austanátt, skýjað með köflum og lítilsháttar úrkomu. Hiti breytist lítið, en hlýjast norðvestantil.