Í dag spáir Veðurstofan minnkandi vestanátt og um hádegi verður breytileg átt, 3-10 m/s, og yfirleitt þurrt. Síðdegis verður vaxandi austanátt og það þykknar upp, fyrst syðst.

Í kvöld er von á næstu lægð og það verða austan 13-18 m/s og snjókoma, fyrst við suðurströndina, en það verða 18-25 m/s sunnantil og á Vestfjörðum í nótt. Hægari vindur norðaustanlands. Frost 1 til 7 stig, en frostlaust með suðurströndinni.

Gul viðvörun vegna veðurs gengur í gildi í kvöld á Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi.

Á morgun er útlit fyrir norðaustan 10-18 m/s, en 18-23 m/s á Vestfjörðum. Það verður snjókoma eða él norðan- og austantil, en síðdegis snýst í slyddu sunnan- og vestanlands. Svo lægir annað kvöld. Hiti verður í kringum frostmark, en að 6 stigum með suðurströndinni.

Á sunnudag er útlit fyrir hægviðri með stöku éljum í flestum landshlutum en björtu inn á milli.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt síðdegis. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum með suðurströndinni.

Á sunnudag:

Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og snjókoma eða slydda með köflum. Frost 0 til 5 stig.

Á mánudag:

Fremur hæg suðaustanátt, bjart með köflum, en stöku él með suður- og austurströndinni. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.

Á þriðjudag:

Hæg austlæg átt, en hvassara syðst. Bjartviðri, en dálítil él austantil á landinu. Kalt í veðri.

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt, bjartviðri og að mestu úrkomulaust. Kalt í veðri.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir stífa norðaustlæga átt, él norðantil en bjart um landið sunnan- og vestanvert. Áfram kalt.

Færð og ástand vega

Yfirlit:

Vetrarfærð er í flestöllum landshlutum.

Suðvesturland:

Greiðfært að mestu á láglendi en hálka á fjallvegum.

Vesturland:

Þæfingsfærð er á Vatnaleið, Fróðárheiði og í Álftafirði. Flughálka er á Útnesvegi annars snjóþekja eða hálka á flestum leiðum.

Vestfirðir:

Óvissustigi er aflýst í Súðavíkurhlíð föstudaginn 24. janúar kl. 7:00.

Norðurland:

Búið er að opna Öxnadalsheiði en þar er snjóþekja og skafrenningur. Ófært er á Vatnsskarði. Þæingsfærð er á Siglufjarðarvegi.

Óvissustig vegna snjóflóahættu er enn í gildi á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.

Norðausturland:

Þæfingsfærð er á Hófaskarði og Hálsum. Verið er að kanna færð á öðrum leiðum.