Fækka á ak­reinum á Háa­leitis­braut ofan Bú­staða­vegar úr fjórum í tvær og leggja af tvær beygju­ak­reinar. Fram­kvæmdir vegna þessa hefjast í septem­ber. Um­ferð verður tíma­bundið beint um Á­land ofan Borgar­spítala og Foss­vogs­veg neðan spítalans.

„Rökin fyrir því að þrengja Háa­leitis­brautina eru nokkur,“ segir í svari frá Reykja­víkur­borg til Frétta­blaðsins. „Ekki er metin þörf á því að hafa 2+2 ak­reinar á þessum vegi með til­liti til um­ferðar­magns sem um þennan veg fer,“ segir í svarinu. Ak­vegurinn verður því með einni ak­rein í hvora átt.

„Þar sem loka á fram­hjá­hlaupi í gatna­mótum við Bú­staða­veg verður Háa­leitis­braut einnig þrengd um eina ak­rein til norðurs, að öðru leyti verður á­fram sami ak­reina­fjöldi og nú í að­draganda gatna­mótanna.“

Öryggis­at­riði sé að huga að gangandi og hjólandi veg­far­endum sem þessar að­gerðir snúist um, ekki verði átt við ak­reina­fjölda á Bú­staða­vegi.

„Nema að lögð verða niður tvö fram­hjá­hlaup í gatna­mótunum, líkt og gert var á gatna­mótum Grens­ás­vegar og Bú­staða­vegar.“

Beygju­ak­reinarnar – eða fram­hjá­hlaupin – sem hverfa, eru annars vegar frá Háa­leitis­braut vestur Bú­staða­veg þegar komið er niður Háa­leitis­braut og hins vegar frá Háa­leitis­braut austur Bú­staða­veg þegar ekið er frá Borgar­spítalanum.