Innlent

H&M Home væntan­leg til landsins

Sænska verslanakeðjan H&M mun opna sína þriðju verslun hér á landi í október næstkomandi.

„H&M Home býður upp á það allra nýjasta í innanhússhönnun og heimilisvörum og mun verslunin opna með glæsilega haustlínu," segir i tilkynningu frá versluninni. Fréttablaðið/Andri Marinó

Sænska verslanakeðjan H&M mun opna sína þriðju verslun hér á landi í október næstkomandi. Hún verður í nýja verslunarkjarnanum á Hafnartorgi, við gömlu höfnina í miðborg Reykjavíkur. H&M verslunin mun einnig hýsa fyrstu H&M Home á Íslandi. 

Fram kemur í tilkynningu að búðin verði um 2.400 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Þá verði H&M fyrst til að opna í verslunarkjarnanum. Til sölu verður dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði, skóm og aukahlutum, auk gjafavöru og húsgagna.

„Geometrísk form eru eitt af aðal trendum haustsins, ásamt dramatískum og grípandi skreytingum og svokallaðri litablokkun, þar sem skærir litir ráða ríkjum,“ segir í tilkynningunni.

Sænski risinn opnaði fyrstu verslun sína í lok ágúst í fyrra í Smáralind, og önnur verslunin var opnuð mánuði síðar í Kringlunni. Keðjan seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að hún opnaði fyrst í Smáralind í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Innlent

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Auglýsing

Nýjast

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing