Listi Í-listans fyrir sveitar­stjórnar­kosningarnar í maí var sam­þykktur ein­róma á fé­lags­fundi sem haldinn var í gær. Að Í-listanum standa nú Sam­fylkingin, Vinstri­hreyfingin - grænt fram­boð og Við­reisn auk ó­háðra. Í-listinn bauð fyrst fram árið 2006 og hefur átt fjóra bæjar­full­trúa á yfir­standandi kjör­tíma­bili.

Í til­kynningu kemur fram að á listanum sé fólk sem að komið hefur víða við í sam­fé­laginu og „er til­búið að leggja sitt af mörkum við að gera Ísa­fjarðar­bæ að sam­fé­lagi þar sem hugað er að vel­ferð og tæki­færum til fram­tíðar.“

Gylfi Ólafs­son, for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða, leiðir listann og Nanný Arna Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Bor­ea Adventures og bæjar­full­trúi, er í öðru sæti.

Listinn í heild

 1. Gylfi Ólafs­son, for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Ísa­firði.
 2. Nanný Arna Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Bor­ea Adventures og bæjar­full­trúi. Ísa­firði.
 3. Magnús Einar Magnús­son, inn­kaupa­stjóri Skagans 3X á Ísa­firði. Flat­eyri.
 4. Sig­ríður Júlía Bryn­leifs­dóttir, sviðs­stjóri hjá Skóg­ræktinni, bóndi og frum­kvöðull. Önundar­firði.
 5. Arna Lára Jóns­dóttir, svæðis­stjóri Eim­skips á Vest­fjörðum og bæjar­full­trúi. Ísa­firði.
 6. Þor­björn Hall­dór Jóhannes­son, fyrrum bæjar­verk­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar og bóndi. Arnar­dal.
 7. Finn­ey Rakel Árna­dóttir, þjóð- og safna­fræðingur og sér­fræðingur hjá Byggða­safni Vest­fjarða. Ísa­firði.
 8. Guð­mundur Ólafs­son, sjávar­út­vegs­fræðingur og fóðrari hjá Arctic Fish. Þing­eyri.
 9. Kristín Björk Jóhanns­dóttir, grunn­skóla­kennari. Þing­eyri 10. Valur Richter húsa­smíða- og pípu­lagna­meistari. Ísa­firði.
 10. Jónína Eyja Þórðar­dóttir, um­sjónar­maður verslunar Lyfju. Önundar­firði.
 11. Einar Geir Jónas­son, starfs­maður á leik­skóla. Ísa­firði.
 12. Þórir Guð­munds­son, rann­sóknar­lög­reglu­maður og bæjar­full­trúi. Ísa­firði.
 13. Hrafn­hildur Hrönn Óðins­dóttir, verk­efnis­stjóri í mót­töku flótta­fólks. Ísa­firði.
 14. Wojciech Wi­el­gosz, fram­kvæmda­stjóri Partex og bif­véla­virki hjá Vega­gerðinni.
 15. Inga María Guð­munds­dóttir, at­hafna­kona og eig­andi Dressup­ga­mes.com. Ísa­firði.
 16. Hall­dóra Norð­dahl, kaup­maður og frum­kvöðull. Ísa­firði.
 17. Guð­mundur Magnús Kristjáns­son, hafnar­stjóri. Ísa­firði.