Knatt­spyrnu­maðurinn Gylfi Þór Sigurðs­son verður á­fram laus gegn tryggingu til 17. apríl 2022. Þetta kemur fram í svörum lög­reglunnar í Manchester við fyrispurn Frétta­blaðsins.

Fyrir­komu­lagið hefur nú verið framlengt fjórum sinnum en það var fyrst framlegnt í ágúst, síðast í október og svo um nýliðna helgi. Síðasta framlengingin rann út í gær en þegar Fréttablaðið leitaði eftir svörum hjá lögreglunni á Manchester-svæðinu var ekki búið að ákveða framhald málsins.

Lögreglan hefur ekki viljað tjáð sig um gang rannsóknarinnar en Gylfi er sagður grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Ákvörðun um saksókn eður ei mun koma fram í apríl ef tryggingin verður ekki framlengd í fimmta sinn.

Gylfi var hand­tekinn á heimili sínu í Bret­landi 16. júlí síðast­liðinn. Lögreglan haldlagði muni heima hjá honum eins og tölvu og síma.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint hefur Gylfi verið bú­settur í London síðustu mánuði. Gylfi hefur ekkert spilað með E­ver­ton á nú­verandi tíma­bili vegna málsins og er ó­lík­legt að hann spili aftur fyrir fé­lagið.