Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að ákæra ekki tónlistarmanninn Gylfa Ægisson fyrir hatursorðræðu. Málið hefur verið fellt niður. RÚV greinir frá.
Samtökin 78 kærðu Gylfa og fleiri fyrir hatursorðræðu á árunum 2013 til 2015, í tengslum við Gleðigöngu Hinsegin daga á Íslandi, samkynhneigðum almennt, Samtökunum 78, ríkissaksóknara og fleiri.
Fram kemur í niðurfellingarbréfi frá lögreglu að það sem fram hafi komið við rannsókn málsins þyki ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellingar. Gylfi hefur haft réttarstöðu sakbornings síðan rannsókn málsins hófst.
RÚV hefur eftir Gylfa að honum sé svakalega létt. Stríðið hafi verið langt. Hann tekur fram að hann eigi vini sem eru hinsegin.