Fé­lag gyð­ing­a á Ís­land­i hef­ur feng­ið form­leg­a stað­fest­ing­u á trú­fé­lags­skrán­ing­u og get­ur brátt haf­ið skrán­ing­ar. Rabb­ín­i Ís­lands seg­ir skrán­ing­un­a mjög mik­il­væg­a og flýt­a fyr­ir því að hægt verð­i að byggj­a sýn­ag­óg­u til trú­ar­at­hafn­a.

Gyð­ing­ar á Ís­land­i hafa feng­ið stað­fest­ing­u sýsl­u­manns á trú­fé­lags­skrán­ing­u og brátt verð­ur hægt að skrá sig í fé­lag­ið. Stofn­fé­lag­ar eru á fimmt­a tug og ein­göng­u er beð­ið eft­ir kenn­i­töl­u fyr­ir hið nýja fé­lag.

Rabb­ín­i fé­lags­ins, hinn band­a­rísk­i Avi Feld­man, seg­ir að ferl­ið hafi tek­ið rúm­leg­a ár og hafi taf­ist vegn­a far­ald­urs­ins. Mið­að við það skrif­finnsk­u­farg­an sem hann er van­ur í Band­a­ríkj­un­um gekk skrán­ing­in þó til­töl­u­leg­a auð­veld­leg­a fyr­ir sig. Marg­ir í sam­fé­lag­i gyð­ing­a hafi kom­ið að því að gera þett­a að ver­u­leik­a.

Ég hef trú á því að fé­lög­um muni fjölg­a á kom­and­i árum

„Öllum er frjálst að taka þátt í starf­in­u og við þrýst­um ekki á fólk að skrá sig. En ég hef trú á því að fé­lög­um muni fjölg­a á kom­and­i árum,“ seg­ir Avi sem flutt­i á­samt fjöl­skyld­u sinn­i til Ís­lands árið 2018.

„Við erum him­in­lif­and­i með skrán­ing­un­a. Þeg­ar við kom­um til Ís­lands viss­um við að þett­a væri mik­il­vægt skref fyr­ir sam­fé­lag gyð­ing­a og höf­um lagt mikl­a vinn­u í þett­a,“ seg­ir Avi. Hann bend­ir þó á að gyð­ing­ar hafi iðk­að trú sína á Ís­land­i í ár­a­tug­i án þess að vera í skráð­u trú­fé­lag­i.

Skylt að leggja til ókeypis lóðir

Sam­kvæmt lög­um um kristn­i­sjóð er sveit­ar­fé­lög­um skylt að leggj­a til ó­keyp­is lóð­ir und­ir kirkj­ur og með lög­jöfn­un hef­ur þett­a ver­ið túlk­að sem svo að þett­a eigi við um önn­ur trú­fé­lög líka. „Við stefn­um á að byggj­a sýn­ag­óg­u í fram­tíð­inn­i og skrán­ing­in flýt­ir þeirr­i þró­un,“ seg­ir Avi en seg­ir að fé­lag­ið geti starf­að fram að því. Sér­stakt hús sé ekki nauð­syn­legt held­ur geti sýn­ag­óg­a ver­ið skil­greind sem stað­ur þar sem gyð­ing­leg­ir við­burð­ir fari fram.