Innlent

Guðrún Stephensen látin

Guðrún Stephensen leikkona er látin, hún lék meðal annars Soffíu í Kardimommubænum og var fastráðin við Þjóðleikhúsið í árabil.

Guðrún Stephensen, leikkona á að baki farsælan feril. Mynd/Aðsend

Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Guðrún á að baki farsælan ferin sem leikkona hér á landi og var fastráðin við Þjóðleikhúsoð þar sem hún lék á fimmta tug hlutverka. 

Hún fæddist 29. mars 1931 í Reykjavík og lést á sama stað 16.apríl 2018. Hún var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen.  Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.

 Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. 

 Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.

Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Innlent

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Auglýsing

Nýjast

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Akur­eyri heim­skauta­mið­stöðin á Ís­landi

Auglýsing