Dómsmál

Guð­rún sýknuð eftir hótanir gegn boccia-þjálfaranum

Guð­rún Karítas Garðars­dóttir var í dag sýknuð í Héraðs­dómi Norður­lands eystra af á­kæru um líf­láts­hótun gegn Vig­fúsi Jóhannes­syni, fyrr­verandi boccia-þjálfara.

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í málinu. Fréttablaðið/Auðunn

Þetta er bara sigur og gleðin samkvæmt því,“ segir Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem sýknuð var í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara á Akureyri. Vísir greindi fyrst frá.

„Ég trúði því alltaf að réttlætið myndi sigra“ segir Guðrún í samtali við Fréttablaðið. Vigfús er grunaður um brot gegn þroskaskertum konum en hann starfaði um árabil sem boccia-þjálfari á Akureyri. Nýverið fór fram aðalmeðferð í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað þroskaskertri konu sem æfði hjá honum boccia.

Guðrún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að Vigfús væri að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist.

Erfiðara þegar fatlaðir eiga í hlut

„Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig,“ á Guðrún að hafa sagt. Síðari orðin á hún að hafa haft uppi þegar hann lýsti efasemdum um hæfni hennar til manndrápa.

Hún segist nú hafa óttast raunverulega um dóttur sína. „Og þá verða viðbrögðin þannig. Móðurtilfinningin verður ýkt,“ segir hún og bendir á að í dómnum komi fram að sýknan byggi á því að hótunin hafi verið skilyrt. Hún hafi aldrei látið ætla að verða af hótunum sínum.

„Þegar fatlaðir eiga í hlut þá er þetta erfiðara. Maður er að passa upp á þau út lífið sama hver aldurinn er,“ segir hún að lokum.

Vigfús Jóhannesson. Fréttablaðið/Auðunn

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar

Innlent

Ákærð fyrir að hóta grunuðum nauðgara

Dómsmál

Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Auglýsing