Gunn­ar Smár­i Egils­son, for­mað­ur framkvæmdastjórnar Sós­í­al­ist­a­flokks Ís­lands, seg­ir að það sé of snemmt að segj­a til um nið­ur­stöð­ur kosn­ing­ann­a en býst við því að vera vakandi fram á nótt til að fylgjast með talningu atkvæða.

„Þett­a verð­ur tæpt og við verð­um vak­and­i í alla nótt. Við erum við fimm prós­ent­a mörk­in og ég kann ekki að lesa í það hvort að sam­setn­ing­in er eitt­hvað öðr­u­vís­i með ut­an­kjör­fund­ar­at­kvæð­a­greiðsl­u eða þá sem kusu seinn­a um dag­inn. Ég kann ekki að meta það en þett­a er það lít­ill mun­ur að það er eng­in á­stæð­a fyr­ir okk­ur að fara að sofa í svekk­els­i,“ seg­ir Gunn­ar Smár­i.

Eins og stað­an er núna er eng­inn þing­mað­ur flokks­ins inni en ef þau fara yfir fimm prós­ent­in ættu þau þrjá þing­menn inni.

„Það er þekkt í sög­unn­i að það er byrj­að að telj­a fyrst at­kvæð­i þeirr­a sem kjós­a fyrst og seinn­a þau sem að kjós­a seint. Það get­ur ver­ið öðr­u­vís­i sam­setn­ing og það mun­ar svo litl­u að það er eng­in á­stæð­a til að gef­ast upp strax,“ seg­ir Gunn­ar Smár­i.

Hann seg­ir að flokk­ur­inn hafi mælst tals­vert hærr­i fyr­ir tveim­ur vik­um en eft­ir að hin­ir flokk­arn­ir fóru að gefa í aug­lýs­ing­a­fé þá hafi þau ekki get­að hald­ið í við þau.

„Við ýtt­umst eig­in­leg­a út af svið­in­u þá. Á með­an flokk­arn­ir voru ekki að beit­a þess­um aug­lýs­ing­a­mætt­i sín­um og við vor­um í al­mennr­i stjórn­mál­a­um­ræð­u þá mæld­umst við vel. Sem nýtt fram­boð þá upp­lifð­um við það að við dutt­um við út af svið­in­u þeg­ar hin­ir ríku flokk­ar hnykl­uð­u vöðv­an­a,“ seg­ir Gunn­ar Smár­i.

Hann seg­ist hrædd­ur um að nið­ur­stað­a kosn­ing­ann­a verð­i sú að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stand­i uppi sem sig­ur­veg­ar­ar og það verð­i rík­is­stjórn þess­ar­a flokk­a sem stjórn­i eft­ir kosn­ing­arn­ar.

„Þett­a er fyrst og fremst hægr­i sveifl­a. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn græð­a á hrun­i Mið­flokks­ins en hin frjáls­lynd­a miðj­a, Sam­fylk­ing og Pír­at­ar eru ekki að sækj­a á þrátt fyr­ir að hafa ver­ið í stjórn­ar­and­stöð­u og ekki Við­reisn held­ur,“ seg­ir Gunn­ar Smár­i.