Innlent

Gunn­ar Smár­i seg­ir lög­m­ann fjár­­mál­a­­stjór­a blóð­þ­yrst­an

Gunnar Smári Egils­son hefur brugðist við yfir­lýsingu Láru V. Júlíus­dóttur, lög­manns Kristjönu Val­geirs­dóttur, fjár­mála­stjóra Eflingar. Hann gefur lítið fyrir hug­myndir um meið­yrða­mál og segir Láru vera blóð­þyrsta.

Gunnar Smári Egilsson brást snarlega við yfirlýsingu lögmanns fjármálastjóra Eflingar sem hann segir vera blóðþyrsta. Fréttablaðið/Eyþór

Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir mögulega málsókn á hendur honum sem Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar ýjaði að í yfirlýsingu í dag.

Sjá einnig: Sakar Gunnar Smára um alvarlega aför að mannorði sínu

„Hér skrifar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður fjármálastjóra Eflingar, langan texta um að fjármálastjórinn sé ósátt við að ég hafi skrifað um kaup Eflingar á veitingum af fyrirtæki sambýlismanns hennar og fjárfestingum í Gamma með fjármunum félaga í Eflingu,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook og tengir við frétt um yfirlýsingu lögmannsins. Hann vildi í samtali við Fréttablaðið ekki fara nánar út í málið og vísaði á fyrrnefnda Facebook-færslu.

Sjá einnig: Saka Morgunblaðið um „staðlausar fullyrðingar“

Þá segir Gunnar Smári að þær Lára og Kristjana ýji „að því að þær tvær séu að hugsa um, íhuga og velta fyrir sér málsókn vegna þessa, ekki vegna þess að þær haldi að eitthvert tilefni sé til málsóknar,“ og sendir síðan fjölmiðlum tóninn, „heldur vegna þess að þær vita sem er að fjölmiðlar gera ekki meira kröfur til sín en svo, að þeir muni birta þessa yfirlýsingu undir fyrirsögnum sem gefa til kynna stórkostleg brot mín.“

Gamall blóðþorsti Láru vaknar

Í athugasemd við eigin færslu bendir Gunnar Smári síðan á að sem lögmanni Kristjönu lendi Láru aftur saman við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, þar sem Lára hafi sem sérstakur saksóknari freistað þess að fá Sólveigu dæmda til hámarksrefsingar í máli níumenninganna svokölluðu, fyrir árás á Alþingishúsið í Búsáhaldabyltingunni.

Sjá einnig: Gunnar Smári: Enginn Raspútín í „cult-söfnuði“ Eflingar

„Lára V. Júlíusdóttir var sérstakur saksóknari í ákæru á hendur níumenningunum sem ákærðir voru fyrir brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu í búsáhaldabyltingunni,“ skrifar hann og heldur áfram:

„Meðal ákærðra var Sólveig Anna Jónsdóttir, núverandi formaður Eflingar. Lára fór fram á hámarksrefsingu, en refsing við því sem ákært var fyrir er samkvæmt lögum eitt ár að lágmarki en allt að ævilöngu fangelsi. Síðast þegar Lára og Sólveig áttu við vildi Lára því fá Sólveigu Önnu dæmda í ævilangt fangelsi. Svolítið blóðþyrst, þessi Lára.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sakar Gunnar Smára um al­var­lega að­för að mann­orði sínu

Innlent

Gunnar Smári: Enginn Raspútín í „cult-söfnuði“ Eflingar

Innlent

Saka Morgunblaðið um „staðlausar fullyrðingar“

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing