Gunnar Smári, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í Ráðhúsið í morgun til að greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningum í morgun.

Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verður opið til klukkan 22 í kvöld. Hægt er að nálgast upplýsingar um kjörstað hvers og eins á vef Reykjavíkurborgar.

Sósíalistar verða með kosningavöku á KEX Gym and Tonic frá klukkan 22.00 til 01.00. „Þá förum við yfir í Bolholt 6,“ segir sósíalistinn Jökull Sólberg en ekki fylgdi sögunni hvort Gunnar Smári Egilsson ætli að leiða fylkinguna frá Kexinu að skrifstofum flokksins.