Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir á Facebook að lögreglan hafi staðið sig vel á Austurvelli í gær, þegar piparúða var sprautað á mótmælandi hælisleitendur.

Gunnar Bragi deilir frétt af málinu þar sem Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar furðar sig á viðbrögðum lögreglu. Eins og áður segir var piparúða beitt á mótmælendur og tveir voru handteknir. Logi segir að hann hafi ekkert séð sem hafi gefið tilefni til slíks.

Miðflokksmaðurinn er á öndverðri skoðun. „Lítill hópur hælisleitenda mótmælti á Austurvelli. Þeim ber líkt og öðrum að virða lög, reglur og skipanir lögreglu. Formaður Samfylkingarinnar stillir sér upp með þeim sem óhlíðnast skipunum lögreglu, sjálfsagt til að keppa við pírata um athyglina. Lögreglan gerði vel að halda uppi reglu og ber að þakka lögreglumönnunum það,“ skrifar Gunnar Bragi