Félagsmál

Guðmundur Hörður sækist eftir formennsku

Guðmundur Hörður Guðmundsson

Guðmundur Hörður Guðmundsson hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á þingi samtakanna í október næstkomandi. Guðmundur, sem er fyrrverandi formaður Landverndar, sat í stjórn Neytendasamtakanna 2012-2014.

Hann segir í tilkynningu að samtökin hafi gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og í því felist tækifæri til að endurbyggja þau á þeim trausta grunni sem lagður hafi verið. Meðal helstu stefnumála hans er andstaða við hækkun neysluskatta, krafa um lækkun virðisaukaskatts á matvæli, andstaða við okurvexti bankakerfisins og að stöðva smálánastarfsemi.

Þá leggur hann áherslu á aukið samstarf við stéttarfélög, eflingu neytendaaðstoðar og fjölgun félagsmanna.

Jakob. S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, hefur áður lýst yfir framboði til formennsku. Þá staðfestir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, að þriðja framboðið hafi borist skrifstofunni síðastliðinn miðvikudag. Hún segist ekki geta gefið upp nafn þess frambjóðanda þar sem viðkomandi hafi ekki tilkynnt sjálfur um framboðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Félagsmál

Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn

Félagsmál

Má ekki verða fordæmisgefandi

Félagsmál

Forseti kvaddi

Auglýsing

Nýjast

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Auglýsing