Mótmælendurnir sem kenna sig við gul öryggisvesti mótmæltu á götum Parísar 18. vikuna í röð í gær. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda.

Gulvestungar hafa mótmælt Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Upphaflega hófust mótmælin vegna fyrirhugaðra hækkana á eldsneytisskatti í Frakklandi, en forsetinn lúffaði fyrir mótmælendum og hætti við hækkunina. Mótmælin hafa samt sem áður haldið áfram og beinast nú almennt, en þó með brotakenndum hætti, gegn ríkisstjórn Macron.

Reykmekki mátti sjá rísa yfir Champ-Elysees breiðstrætisins í miðborg Parísar, en mótmælendur höfðu borið eld að bílum og framið skemmdarverk í verslunum í götunni. Lögreglan mætti mótmælendum með táragasi og vatnsbyssum og handtóku rúmlega 100 manns.

Ellefu manns slösuðust eftir að eldur kom upp í íbúðablokk sem kviknað hafði út frá varðeldum mótmælenda. 

Stuðningur við mótmæli gulvestunga fara minnkandi. Í síðustu viku var greint frá því að fjöldi mótmælenda hafi numið 28 þúsund manns, en tíu sinnum fleiri mættu á upphaflegu mótmælin um miðjan nóvember.

Al Jazeera greinir frá.