Fréttir

Gul­vestungum og lög­reglu laust saman í París

Rúmlega 100 manns voru handtekin í miðborg Parísar eftir ofsafengin mótmæli gulvestunga þar í borg.

Gulvestungar hafa mótmælt á götum Parísar í 18. vikur í röð. Fréttablaðið/EPA

Mótmælendurnir sem kenna sig við gul öryggisvesti mótmæltu á götum Parísar 18. vikuna í röð í gær. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda.

Gulvestungar hafa mótmælt Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Upphaflega hófust mótmælin vegna fyrirhugaðra hækkana á eldsneytisskatti í Frakklandi, en forsetinn lúffaði fyrir mótmælendum og hætti við hækkunina. Mótmælin hafa samt sem áður haldið áfram og beinast nú almennt, en þó með brotakenndum hætti, gegn ríkisstjórn Macron.

Reykmekki mátti sjá rísa yfir Champ-Elysees breiðstrætisins í miðborg Parísar, en mótmælendur höfðu borið eld að bílum og framið skemmdarverk í verslunum í götunni. Lögreglan mætti mótmælendum með táragasi og vatnsbyssum og handtóku rúmlega 100 manns.

Ellefu manns slösuðust eftir að eldur kom upp í íbúðablokk sem kviknað hafði út frá varðeldum mótmælenda. 

Stuðningur við mótmæli gulvestunga fara minnkandi. Í síðustu viku var greint frá því að fjöldi mótmælenda hafi numið 28 þúsund manns, en tíu sinnum fleiri mættu á upphaflegu mótmælin um miðjan nóvember.

Al Jazeera greinir frá.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Kjaramál

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Innlent

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Auglýsing

Nýjast

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Ekki Astana heldur Nur­sultan

Ketó-óðir Ís­lendingar sólgnir í sviða­sultu

Auglýsing