Birgitta Jóns­dóttir settist á þing árið 2009 með stofnun Borgara­hreyfingarinnar. Árið 2012 til­kynnti hún um stofnun pírata. Píratar fengu í fyrstu þing­kosningum 5,1 prósent en urðu skömmu síðar vin­sælasta stjórn­mála­hreyfing landsins.

Í apríl 2015 mældust píratar í skoðana­könnun MMR með 32ja prósenta fylgi. Birgitta var mjög á­berandi á þessum tíma, bæði innan sem utan land­steinanna. Margir þökkuðu fylgis­mælingarnar og já­kvætt við­mót fjöl­margra lands­manna gagn­vart pírötum ekki síst frammi­stöðu hennar.

„Auð­vitað er alveg ljóst að þessi flokkur hefði aldrei komist inn á þing ef ég hefði ekki leitt hann,“ segir Birgitta í helgar­við­tali við Frétta­blaðið,

Birgitta minnir á að aðal­til­gangurinn með stofnun pírata hafi verið til­laga um að styrkja fjórða valdið, fjöl­miðla, svo þeir gætu flutt við­kvæmar fréttir af málum sem vald­hafar vilja ekki að séu fluttar.

„Það var megin­mark­miðið með stofnun pírata. Svo lendum við í því að þessi flokkur verður rosa vin­sæll. Í heilt ár mældumst við stærsti flokkurinn í skoðana­könnun, það var í fyrsta skipti sem Sjálf­stæðis­flokkurinn upp­lifði raun­veru­lega ógn og þetta fór rosa­lega í taugarnar á þeim, þeir urðu mjög hræddir,“ segir Birgitta í helgar­við­tali við Frétta­blaðið.