Margt framámanna úr þýska bílaiðnaðinum voru þar mættir og athygli vakti að Elon Musk sjálfur var kominn til að taka við verðlaunum fyrir Tesla Model 3. Í flokki smábíla hafði Audi A1 Sportback sigur og í minni millistærð BMW 1-lína. Eins og áður sagði var það Tesla Model 3 sem fékk stýrið gullna í flokki millistærðarbíla og í flokki smærri jepplinga var sigurverarinn Mazda CX-30. Í millistærð jepplinga var hinn sigursæli Jagúar I-Pace á toppnum og í stærri jepplingum var það Audi e-Tron. Sportbíll ársins var Toyota Supra og sá fallegast BMW 8-lína. Loks voru valdir bestu bílarnir undir 25.000 evrum sem var Skoda Kamiq, og undir 35.000 evrum sem Kia Xceed hafði sigur. Auk þess var valin besta nýjungin í bílaheiminum sem að þessu sinni fór til Michelin fyrir loftlausa hjólbarðann.