Innlent

Guðlaugur Þór: Mál Hauks forgangsmál frá upphafi

Ráðherrar Tyrklands og Íslands hafa rætt saman um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem óttast er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisáðherra Íslands. EPA

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur þar til niðurstaða verður komin í mál Hauks Hilmarssonar, Íslendingsins sem óttast er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi seint í febrúar. Engin staðfesting hefur fengist á falli hans.

Í dag áttu aðstandendur Hauks fund með Guðlaugi Þór og öðrum fulltrúum Utanríkisráðuneytisins. Fundurinn var að sögn Guðlaugs Þórs uppbyggilegur og góður. „Við vorum að fara yfir það sem við höfum verið að gera og bárum saman bækur okkar. Við vinnum þetta mál með aðstandendum, til að reyna að finna Hauk.“

Málið hefur að sögn Guðlaugs Þórs verið forgangsmál frá upphafi. Íslensk stjórnvöld hafi átt samskipti við tyrknesk eftir diplómatískum leiðum auk þess sem öll tengsl við nágranna- og samstarfslönd Íslands hafi verið nýtt. Hann segir að mjög mörg sendiráð Íslands og fastanefndir hafi komið að málinu.

Ekkert hefur spurst til Hauks frá því seint í febrúar.

Guðlaugur Þór ræddi í gær við utanríkisráðherra Tyrklands en það samtal fór fram í kjölfar samskipta á milli annarra embættismanna í löndunum tveimur. Hann segir að símtalið hafi ekki komið Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, á óvart. Hann hafi þekkt til málsins.

 „Ég bað hann um að ýta á það að við fengjum einhver svör um afdrif Hauks og bað um að við fengjum hann heim, ef það væri á þeirra valdi. Hann tók vel í þá málaleitan,“ segir Guðlaugur Þór um samtalið. 

Hann ítrekar að íslensk stjórnvöld muni fylgja málinu eftir með öllum færum leiðum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mal­bikun á Reykja­nes­braut í dag

Innlent

Vindur og væta í dag en léttir til á morgun

Innlent

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Dópaður á mótor­hjóli fór yfir á rauðu og olli slysi

Viðskipti

MS semur við KSÍ um skyr

Hm 2018

HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma

Kjaramál

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Skipulagsmál

Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag

Lögreglumál

Ákveða næstu skref í rannsókn

Auglýsing