Innlent

Guðlaugur Þór: Mál Hauks forgangsmál frá upphafi

Ráðherrar Tyrklands og Íslands hafa rætt saman um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem óttast er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisáðherra Íslands. EPA

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur þar til niðurstaða verður komin í mál Hauks Hilmarssonar, Íslendingsins sem óttast er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi seint í febrúar. Engin staðfesting hefur fengist á falli hans.

Í dag áttu aðstandendur Hauks fund með Guðlaugi Þór og öðrum fulltrúum Utanríkisráðuneytisins. Fundurinn var að sögn Guðlaugs Þórs uppbyggilegur og góður. „Við vorum að fara yfir það sem við höfum verið að gera og bárum saman bækur okkar. Við vinnum þetta mál með aðstandendum, til að reyna að finna Hauk.“

Málið hefur að sögn Guðlaugs Þórs verið forgangsmál frá upphafi. Íslensk stjórnvöld hafi átt samskipti við tyrknesk eftir diplómatískum leiðum auk þess sem öll tengsl við nágranna- og samstarfslönd Íslands hafi verið nýtt. Hann segir að mjög mörg sendiráð Íslands og fastanefndir hafi komið að málinu.

Ekkert hefur spurst til Hauks frá því seint í febrúar. Mynd/Aðsend

Guðlaugur Þór ræddi í gær við utanríkisráðherra Tyrklands en það samtal fór fram í kjölfar samskipta á milli annarra embættismanna í löndunum tveimur. Hann segir að símtalið hafi ekki komið Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, á óvart. Hann hafi þekkt til málsins.

 „Ég bað hann um að ýta á það að við fengjum einhver svör um afdrif Hauks og bað um að við fengjum hann heim, ef það væri á þeirra valdi. Hann tók vel í þá málaleitan,“ segir Guðlaugur Þór um samtalið. 

Hann ítrekar að íslensk stjórnvöld muni fylgja málinu eftir með öllum færum leiðum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Innlent

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Auglýsing

Nýjast

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Auglýsing