Innlent

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land næstu þrjá daga. Á föstudaginn ná viðvarirnar yfir landið allt.

Von er á vaxandi norðurátt í dag. Gular viðvaranir eru í gildi næstu þrjá daga. Fréttablaðið/Vilhelm

Vaxandi norðanátt er í dag með rigningu fyrir norðan og austan, en slyddu og snjókomu til fjalla. Færð getur því orðið varasöm á fjallvegum þegar líður að kvöldi. Einnig má búast við mjög snörpum vindhviðum undir Vatnajökli í dag, svo vegfarendur þar ættu að fara varlega, einkum ef farartækin eru viðkvæm fyrir vindi. Spáð er hita á bilinu 3 til 8 stig fyrir norðan en allt að þrettán gráðum syðra þegar best lætur, að því sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofunnar.

Gular veðurviðvaranir víða um land

Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land næstu þrjá sólarhringa. Í dag hafa verið gefnar út gular viðvaranir fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og eystra, Miðhálendinu, Austurland að Glettingi og Austfirði þar sem von er á norðaustan hvassviðri með rigningu og snjó til fjalla. Útlit er fyrir því að snjóþekja geti myndast á fjallvegum með hálku og erfiðum akstursskilyrðum. Á Suðausturlandi, frá og með hádegi, er spáð norðan stormi í vindstrengjum nærri Vatnajökli. Þar eru einnig varasöm akstursskilyrði.

Líkt og fyrr segir eru viðvaranar í gildi næstu þrjá daga. Á föstudaginn hefur verið gefin út viðvörunum fyrir allt Ísland þar sem von er á norðvestanhvassviðri með slyddu og snjókomu um land allt.

Varað við skriðuföllum og grjóthruni

Mikið hefur rignt á norðanverðum Ströndum og við norðanvert Djúp síðustu tvo daga. Vatnavextir eru meðal annars í Skjaldfannardal og Kaldalóni og mikið vatn er í Hvalá í Ófegsfirði og Selá í Steingrímsfirði.

Spár gera ráð fyrir áframhaldandi úrkomu á svæðinu fram til kvölds hið minnsta. Vatnavöxtum og úrkomu getur fylgt aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum í hlíðum þar sem mest rignir. Kólna mun á morgun og viðbúið að úrkoma muni þá að mestu falla sem snjór. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hvasst og vætusamt víðast hvar

Hvalveiðar

Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins

Samfélag

Geitin komin á sinn stað

Auglýsing

Nýjast

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Ekkert okur hjá H&M

Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum

Fyrstu kaup aldrei erfiðari

Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman

Fagna frumvarpi um tilkynningaskyldu

Auglýsing