Gular við­varanir verða í gildi í dag á Suður­landi, Suð­austur­landi, mið­há­lendinu og Vest­fjörðum. Þá er enn í gildi hættu­stig al­manna­varna vegna skriðu­hættu í Kinn og Út­kinn og á Seyðis­firði. Þetta kemur fram á vef Veður­stofu Ís­lands.

Austan- og norð­austan­átt 13-23 metrar á sekúndu, hvassast syðst, en á Vest­fjörðum í kvöld. Rigning verður í flestum lands­hlutum í dag, víða tals­verð úr­koma, einkum Suð­austan­lands. Suð­lægari vindur í nótt og rofar til. Suð­austan­átt 5-13 metrar á sekúndu og rigning með köflum á morgun, en norð­austan­átt 10-18 metrar á sekúndu á Vest­fjörðum, hvassast á an­nesjum. Hægara og þurrt að kalla Norð­austan­lands. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast syðst.