Á morgun eru gular viðvaranir í kortunum á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra. Ýmist er búist við snörpum vindhviðum, slyddu og snjó. Veðurfræðingur segir að það slái jafnvel í storm á morgun.
„Það hvessir í kvöld og nótt, hvöss austan átt og slær jafnvel í storm á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Víðast hvar er búist við miklu hvassviðri og varar Veðurstofa ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferðinni.
„Á morgun verður víðast slydda og snjókoma. Eftir hádegi mun líklegast rigna á sunnanverðu landinu,“ segir Óli.

Á morgun má reikna með gulum viðvörunum um mest allt land.
Mynd/Veðurstofa Íslands