Í dag er spáð hvassri norðvestanátt í flest öllum landshlutum, nema norðvestan til. Ansi hvasst í vindstrengjum suðaustanlands, um og yfir 20 metrum á sekúndu með enn hvassari hviðum.

Gular veðurviðvaranir verða í gildi til klukkan 14:00 fyrir Suðurland, en til klukkan 20:00 í öðrum landshlutum.

Fólk er hvatt til að fylgjast með veðurspá á vef Veðurstofu Íslands.

Ekkert ferðaveður er fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind. Dálítil rigning áfram norðaustan til, fram eftir degi, en annars þurrt og bjart að mestu.

Hiti er frá 5 stigum norðanlands upp í 19 stig á Suðausturlandi.

Á morgun er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu.. Hvassast norðanlands, en heldur hægari síðdegis. Rigning með köflum í flestum landshlutum, vestanlands fyrripartinn og síðan norðan til síðdegis. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Snýst í norðlæga átt 3-10 m/s. Skýjað og dálitlar skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðaustan til. Hvessir við suðausturströndina síðdegis.

Á þriðjudag (sumarsólstöður):

Suðvestlæg átt 5-10, þykknar upp og fer að rigna eftir hádegi en þurrt að kalla austantil fram undir kvöld. Hiti 8 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Suðvestlæg átt 5-13 og lítilsháttar rigning í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Suðaustlæg átt og víða rigning með köflum. Hiti 7 til 12 stig.

Á föstudag:

Útlit fyrir breytilega átt og rigning norðan- og vestan til en úrkomuminna annars staðar. Hiti 10 til 15 stig en svalara fyrir vestan.