Innlent

Varað við óveðri

Gul viðvörun er á Suður- og Suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Búast má við miklum vindhviðum og slæmu skyggni.

Gul viðvörun er á suður- og suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Veðurstofan

Búist er við miklum vindhviðum, eða um 30 metrum á sekúndu, á Suður- og Suðausturlandi í dag og fram að hádegi á morgun. Austan og norðaustanlands er búist við úrkomu og jafnvel takmörkuðu skyggni. Hiti á að vera á milli 2 til 8 stig. 

Búist er við austan 18-23 metrum á sekúndu undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli og austan og norðaustan 18-23 metrum á sekúndu vestan- og sunnanundir Öræfajökli.

Veðurstofan biður vegfarendur að sýna aðgát, sérstaklega þá sem eru á bílum sem taka á sig mikinn vind, eins og til dæmis rútur. 

Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, telur ólíklegt að veður muni hafa áhrif á umferð. Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að fara varlega. enda geti hættulegar aðstæður alltaf skapast í óveðri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Safna undir­skriftum: Sam­­­staða verð­­mætari en skróp

Innlent

Fundi slitið - verkföll hefjast á miðnætti

Innlent

Enginn skóla­akstur í Reykja­vík vegna verk­falls

Auglýsing

Nýjast

Tjón vegna verk­falla 250 milljónir á dag

Banda­ríkin viður­kenni stjórn Ísraela á Gólan­hæð

Sáttafundur stendur enn

„Við verðum bók­staf­lega að bjarga heiminum“

Allt að 70 látin í ferjuslysi í Írak

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Auglýsing