Innlent

Varað við óveðri

Gul viðvörun er á Suður- og Suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Búast má við miklum vindhviðum og slæmu skyggni.

Gul viðvörun er á suður- og suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Veðurstofan

Búist er við miklum vindhviðum, eða um 30 metrum á sekúndu, á Suður- og Suðausturlandi í dag og fram að hádegi á morgun. Austan og norðaustanlands er búist við úrkomu og jafnvel takmörkuðu skyggni. Hiti á að vera á milli 2 til 8 stig. 

Búist er við austan 18-23 metrum á sekúndu undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli og austan og norðaustan 18-23 metrum á sekúndu vestan- og sunnanundir Öræfajökli.

Veðurstofan biður vegfarendur að sýna aðgát, sérstaklega þá sem eru á bílum sem taka á sig mikinn vind, eins og til dæmis rútur. 

Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, telur ólíklegt að veður muni hafa áhrif á umferð. Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að fara varlega. enda geti hættulegar aðstæður alltaf skapast í óveðri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Eldur í flugeldhúsi Icelandair

Innlent

Fleiri horfðu á Ís­land spila við Argentínu en Eng­land

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Dómsmál

Refsing eiganda Buy.is milduð

Auglýsing