Innlent

Varað við óveðri

Gul viðvörun er á Suður- og Suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Búast má við miklum vindhviðum og slæmu skyggni.

Gul viðvörun er á suður- og suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Veðurstofan

Búist er við miklum vindhviðum, eða um 30 metrum á sekúndu, á Suður- og Suðausturlandi í dag og fram að hádegi á morgun. Austan og norðaustanlands er búist við úrkomu og jafnvel takmörkuðu skyggni. Hiti á að vera á milli 2 til 8 stig. 

Búist er við austan 18-23 metrum á sekúndu undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli og austan og norðaustan 18-23 metrum á sekúndu vestan- og sunnanundir Öræfajökli.

Veðurstofan biður vegfarendur að sýna aðgát, sérstaklega þá sem eru á bílum sem taka á sig mikinn vind, eins og til dæmis rútur. 

Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, telur ólíklegt að veður muni hafa áhrif á umferð. Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að fara varlega. enda geti hættulegar aðstæður alltaf skapast í óveðri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Einn vann 30 milljónir í kvöld

Innlent

Bára: „Neikvæðu hlutirnir eru líka að síast inn“

Innlent

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing

Nýjast

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Íraki dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Borgin sýknuð af bótakröfum skólaliða

Veiði­gjalda­frum­varpið sam­þykkt á Al­þingi

Segja árás á Shoot­ers ekki eins og henni er lýst í ákæru

Auglýsing