Innlent

Varað við óveðri

Gul viðvörun er á Suður- og Suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Búast má við miklum vindhviðum og slæmu skyggni.

Gul viðvörun er á suður- og suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát. Veðurstofan

Búist er við miklum vindhviðum, eða um 30 metrum á sekúndu, á Suður- og Suðausturlandi í dag og fram að hádegi á morgun. Austan og norðaustanlands er búist við úrkomu og jafnvel takmörkuðu skyggni. Hiti á að vera á milli 2 til 8 stig. 

Búist er við austan 18-23 metrum á sekúndu undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli og austan og norðaustan 18-23 metrum á sekúndu vestan- og sunnanundir Öræfajökli.

Veðurstofan biður vegfarendur að sýna aðgát, sérstaklega þá sem eru á bílum sem taka á sig mikinn vind, eins og til dæmis rútur. 

Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, telur ólíklegt að veður muni hafa áhrif á umferð. Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að fara varlega. enda geti hættulegar aðstæður alltaf skapast í óveðri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Innlent

Hundruð hermanna æfir í Sandvík

Innlent

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Auglýsing

Nýjast

Yfir tutt­ug­u látn­ir eft­ir ban­vænt heim­a­brugg

Talin hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Auglýsing