Gul viðvörun er í gangi vegna veðurs sem gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið og vesturland.

Hríð er einkum um vestanvert landið með 15-20 metrum á sekúndu og éljagangi, Þá eru líkur á snörpum vindhviðum í ofankomu.

Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Að Einars Sveinbjörnssonar mun ganga á með dimmum hryðjum vestantil fram á kvöld, en almennt heldur hægari vindur.

Norðanlands muni bæta í um miðjan dag með vestanátt en hún sé óhagstæð á Öxnadalsheiði.