Veðurstofan gaf út gula viðvörun sem er í gildi frá föstudagsmorgni fram á laugardag vegna asahláku út um allt land.
Að sögn Veðurstofunnar má búast við talsverður afrennsli vegna úrkomu og snóbráðnun ásamt vexti í ám og lækju,
Í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan biðlar Veðurstofan til fólks að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðist með því vatnstjón.
Um leið sé flughálka líkleg til að myndast á blautum klaka.
Á höfuðborgarsvæðinu má búast við sunnan 8-15 m/s og talsveðri rigningu. Hiti verður 5 til 9 stig. Búast má við talverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðast vatnstjón.

Svona lítur landið út klukkan 14:00 á föstudaginn.