Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörum vegna veðurs frá klukkan 17:00 til 22.00 í kvöld.

Viðvörunin er í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Miðhálendinu.

Það gengur í suðvestan 18 til 25 metrar á sekúndu með vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu. Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð. Þá gengur í norðvestanátt með slyddu eða snjókomu seint um kvöldið.