Klukkan sjö í fyrra­málið tekur gildi gul veður­við­vörun á Suður­landi, Faxa­flóa og á Mið­há­lendi. Sam­kvæmt heima­síðu Veður­stofunnar gengur í suð­austan hvass­viðri eða storm sunnan- og vestan­lands með tals­verðri rigningu, en dregur úr vindi síð­degis.

Í til­kynningu segir að það verði ekkert úti­vistar­veður á meðan við­vöruninni stendur en auk þess er vara­samt að vera á ferð á öku­tækjum sem taka á sig mikinn vind.

Við­vörunin tekur gildi alls staðar klukkan 7 en veðrið ætti að ganga yfir á Suður­landi og við Faxa­flóa um há­degis­bil en við­vörunin er í gildi til klukkan 17 á há­lendinu.