„Við gerum ráð fyrri því að nýja eld­­gosið sé með svipaða og gosið í Geldinga­­dölum og það er þá brenni­­steins­díoxíð sem er að koma upp. Það er í gas­­formi og það er ekki nein sjáan­­leg aska í því, þannig þetta er ekki að ógna flugi,“ segir Þor­steinn Jóhanns­son, sér­fræðingur hjá Um­hverfis­stofnun.

Hann segir að gasmengunin hafi mest á­hrif á við­kvæma hópa.

„Eins og fólk sem er með asma eða undir­­­liggjandi lungna­­sjúk­­dóma. Börn falla einnig undir við­­kvæma hópa, þannig fólk þarf að passa upp á það að börn séu ekki í ó­­þarfa úti­­veru ef að það verður mikill mengun. En svo á eftir að koma í ljós hversu stórt gosið verður, það verður að meta að­­stæður, þannig það liggur ekki enn þá fyrir hversu mikið gastreymi er, en það er nokkuð öruggt að þetta séu sömu gas­tegundir eins og síðast,“ segir Þor­steinn.

Hann segir að mengunin muni færast inn fyrir bæjar­­mörk.

„Það er bara vind­áttin sem ræður því. Í dag og út morgun­­daginn er spáð norðan­átt á­­fram og þá berst mengunin bara beint suður út á haf og fer hvergi yfir byggð. Það er þá helst fólk sem er að labba upp að gos­­stöðvum sem verður fyrir menguninni. Um helgina má búast við að mengunin berist yfir byggð,“ segir Þor­steinn.

Hann segir að það sé samt ekki um beina lífs­hættu að ræða.

„Maður getur alveg lent í þeim að­­stæðum upp við gos­­stöðvar að mengunin sé hættu­­leg. En við erum ekki að tala um lífs­hættu í byggð miðað við þessa stærð af gosi, en það má alveg búast við að við­­kvæmir hópar finni fyrir auknum ein­­kennum. En það er ekki um beina lífs­hættu að ræða í byggð,“ segir Þor­steinn.